Posts

Showing posts from February, 2023
Image
  Getur SMART hjálpað mér? Eina leiðin til að vita það er að prófa. Fundir okkar eru hannaðir til að takast á við áríðandi þarfir þátttakanda okkar. Fundamiðlarar okkar hafa annaðhvort farið í gegnum bata sjálfir eða einfaldlega þrá mikið að hjálpa þeim sem eru í bata. Allir okkar fundir hafa sjálfboðaliða úr læknisfræði eða geðheilbrigðis-geiranum sem eru til taks sem ráðgjafar. Þeir sitja ekki fundi en eru til taks til að hjálpa fundamiðlurum með erfið fundar mál.
Image
  Hvernig er SMART öðruvísi frá öðrum bata prógrömmum? Á meðan að SMART getur hjálpað þér eins og prógramm eitt og sér, getur það líka unnið sem viðbót við faglega aðstoð. Ef þú ert að vinna með fagaðila á geðheilbrigðissviði - ráðgjafa, sálfræðing eða geðlækni - þá getur SMART bætt þá vinnu með því að efla algengar læknisfræði meginreglur. Þú getur líka verið að stunda önnur sjálfshjálpar prógrömm. Á meðan að sumar SMART meginreglur eru kannski öðruvísi en í öðrum prógrömmum, finnst mörgu fólki það bæta bata sinn að vinna meira en eitt prógramm á sama tíma. Við tökum ekki afstöðu til neins annars prógramms eða meðferðar. Aðrar meðferðir sem eru veittar eða önnur prógramm sem eru stunduð virka ekki fyrir alla. Á meðan að þúsundir manna um allan heim finnst SMART bæta líf sitt, að þá finnst sumum prógrammið okkar ekki hjálpa. Aðeins þú getur ákveðið hvað virkar best fyrir þig. Við hvetjum þig til að finna þá hjálp sem virkar best fyrir þig. Það er bati þinn sem er mikilvægur...
Image
  Hvernig virkar SMART Recovery? Svona virkar SMART: 1. Við hjálpum þér að líta á þína hegðun svo þú getir ákveðið hvaða vandamál þarfnast athygli þinnar. Við hjálpum þér líka að haldast hvattur/hvött áfram ef þú tekur þá ákvörðun að vilja breytast. 2. Ef þér finnst að þú þurfir að vinna með sálfræðing í þínum bata, þá hvetjum við þig til að gera það. Ef það er ekki valmöguleiki vegna þess að þú átt ekki efni á því eða býrð á svæði þar sem sálfræðihjálp fæst ekki auðveldlega, þá getur SMART samt hjálpað þér. 3. Við hvetjum þig til að stunda SMART fundi. Að hitta aðra sem eru líka í bata mun hjálpa þér að skilja að þú ert ekki ein(n) eftir því sem þú glímir við áskoranir þess að vera í bata. Á sama tíma ertu að hjálpa öðrum. Mörg okkar sem hafa gengið leiðina að bata hafa fundið mikinn styrk í einlægum orðum frá öðrum sem eru að yfirstíga svipuð vandamál. Ef þú velur að sækjast eftir bata án þess að mæta á fundi, erum við samt hérna til að hjálpa. Þú getur notað SMART verkfæri, ...
Image
  Góðan daginn 😊 Inn á þessari síðu finnur þú fróðleik um SMART Recovery og hvað SMART Recovery getur gert fyrir þig og/eða einhvern sem þú þekkir... Hvað er SMART? Smart Recovery byrjaði árið 1994. SMART, er skammstöfun fyrir Self-Management and Recovery Training og leggur áherslu á "self"- ÞITT hlutverk í bata. Við erum vísinda-byggt góðgerðar prógramm, sem hjálpar fólki að ná bata frá fíknihegðun. Hvort sem að þín fíknihegðun tengist áfengi, reykingum eða vímuefnum - eða hegðun eins og fjárhættuspilun, kynlífi, innkaupum eða sjálfsskaðandi hegðun þá getur SMART hjálpað. Við skiljum vinnuna fram undan fyrir þig. Alveg óháð hvaða fíknihegðun, þá ertu ekki ein(n). 😃