Svona virkar SMART:
1.Við hjálpum þér að
líta á þína hegðun svo þú getir ákveðið hvaða vandamál þarfnast athygli þinnar.
Við hjálpum þér líka að haldast hvattur/hvött áfram ef þú tekur þá ákvörðun að vilja
breytast.
2.Ef þér finnst að þú
þurfir að vinna með sálfræðing í þínum bata, þá hvetjum við þig til að gera
það. Ef það er ekki valmöguleiki vegna þess að þú átt ekki efni á því eða býrð
á svæði þar sem sálfræðihjálp fæst ekki auðveldlega, þá getur SMART samt
hjálpað þér.
3.Við hvetjum þig til
að stunda SMART fundi. Að hitta aðra sem eru líka í bata mun hjálpa þér að
skilja að þú ert ekki ein(n) eftir því sem þú glímir við áskoranir þess að vera
í bata. Á sama tíma ertu að hjálpa öðrum. Mörg okkar sem hafa gengið leiðina að
bata hafa fundið mikinn styrk í einlægum orðum frá öðrum sem eru að yfirstíga
svipuð vandamál. Ef þú velur að sækjast eftir bata án þess að mæta á fundi,
erum við samt hérna til að hjálpa.
Þú getur notað
SMART verkfæri, plön, og úrræði frá byrjuninni á ferðalaginu þínu þangað til
langt eftir að þú nærð þínum bata markmiðum.
Þú getur verið í
SMART eins lengi og þú villt. Þú ert ekki að skuldbinda þig ævilangt til
prógrammsins. Mörgum finnst gott að taka þátt í SMART löngu eftir að þeir ná
bata til að hjálpa þeim að falla ekki. Sumir bjóða sig fram til þess að miðla
SMART fundum eða lána hæfileika sína og kunnáttu á annan hátt. Aðrir
einfaldlega halda áfram að mæta á fundi til að deila reynslu sinni með fólki
sem er nýtt í SMART, eins og þú.
Við einblínum á
nútíðina - og hvað það er sem þú villt fyrir framtíðina - frekar en fortíðina.
Við forðumst að nota orð eins og “fíklar,” “alkóhólistar,” “dópistar,”
“offitusjúklingar,” osfrv. Því við teljum að það standi í veg fyrir heilbrigðari
sjálfsmynd. Í staðinn, þá einblínum við á hegðun og hvernig það er hægt að
breyta henni.
Fíknihegðun getur
myndast út frá bæði notkun vímuefna (vímuefnum eins og áfengi, nikótíni, koffíni,
mat, ólöglegum fíkniefnum og lyfjum sem krefjast lyfseðils) og athöfnum
(fjárhættuspili, kynlífi, áti, innkaupum, samböndum, líkamsæfingum, osfrv.)
Flest okkar upplifa fíknihegðun upp að einhverju marki á lífsleiðinni. Margt
fólk hefur fleiri en eina fíknihegðun, annað hvort á sama tíma eða það
yfirstígur eina fíkn aðeins til að lenda á þeim stað seinna þar sem það er að
glíma við aðra fíkn í staðinn.
Það er mikilvægt að
muna þegar þú byrjar þitt ferðalag, að það er engin ein rétt leið að bata. Við
gerum þetta öll á smá mismunandi hátt.

Comments
Post a Comment